Seyðisfjörður í Útsvari í fyrsta sinn: Grunnskólakennarar fylla salinn

seydisfjordurSeyðisfjörður tekur í fyrsta sinn þátt í spurningakeppninni Útsvari í Sjónvarpinu í kvöld þegar liðið mætir Akranesi. Liðið hefur ekki náð að hittast til að æfa en mikil stemming er fyrir keppninni í bænum.

„Þetta leggst vel í okkur. Við erum spennt og ætlum að reyna að hafa gaman,“ segir Gauti Skúlason en hann myndar liðið ásamt Jóhönnu Gísladóttur og Kára Gunnlaugssyni.

Gauti stundar nám á Bifröst í Borgarfirði en Jóhanna og Kári eru búsett eystra. Liðið hefur því ekkert náð að hittast til að æfa. „Við ætlum að reyna að hittast og æfa aðeins í dag áður en við förum upp í Efstaleiti.“

Gauti segir mikla stemmingu fyrir keppninni á Seyðisfirði og á von á mörgum Seyðfirðingum í sjónvarpssal í kvöld. „Kennarar frá grunnskólanum eru í kynnisferð í Reykjavík og ætla að mæta. Það verður því örugglega mikið af Seyðfirðingum í salnum.“

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.