Skip to main content

Seyðisfjörður í Útsvari í fyrsta sinn: Grunnskólakennarar fylla salinn

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 25. okt 2013 13:49Uppfært 25. okt 2013 13:50

seydisfjordurSeyðisfjörður tekur í fyrsta sinn þátt í spurningakeppninni Útsvari í Sjónvarpinu í kvöld þegar liðið mætir Akranesi. Liðið hefur ekki náð að hittast til að æfa en mikil stemming er fyrir keppninni í bænum.


„Þetta leggst vel í okkur. Við erum spennt og ætlum að reyna að hafa gaman,“ segir Gauti Skúlason en hann myndar liðið ásamt Jóhönnu Gísladóttur og Kára Gunnlaugssyni.

Gauti stundar nám á Bifröst í Borgarfirði en Jóhanna og Kári eru búsett eystra. Liðið hefur því ekkert náð að hittast til að æfa. „Við ætlum að reyna að hittast og æfa aðeins í dag áður en við förum upp í Efstaleiti.“

Gauti segir mikla stemmingu fyrir keppninni á Seyðisfirði og á von á mörgum Seyðfirðingum í sjónvarpssal í kvöld. „Kennarar frá grunnskólanum eru í kynnisferð í Reykjavík og ætla að mæta. Það verður því örugglega mikið af Seyðfirðingum í salnum.“