Skip to main content

Málaði stóra gluggann með súrmjólk til að búa til sýningartjald

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 26. okt 2013 14:33Uppfært 26. okt 2013 14:36

700is eldgos webVegfarendur á Egilsstöðum hafa síðustu kvöld notið þess að horfa á tignarlegt eldgos í glugga á efri hæð gamla Sláturhússins þar sem vídeólistahátíðin 700IS hreindýraland stendur nú yfir. Til að breyta glugganum í sýningartjald var hann málaður með súrmjólk.


„Þetta er gamalt trix úr sýningarbransanum. Þór Vigfússon, listamaður á Djúpavogi, kenndi mér þetta fyrir nokkrum árum og ég hringdi í hann fyrir nokkrum dögum til að fá leiðbeiningar því mér fannst tilvalið að nota þetta á gluggann fyrst sýningin stendur nú yfir,“ segir Halldór Warén, sláturhússtjóri.

„Þetta er ekki flókið. Ég hélt að það þyrfti að blanda súrmjólkina en það þurfti bara einn lítra beint á gluggann. Þetta lítur ekki vel út á meðan þetta er blautt en þegar mjólkin þornar þá verður hún flott hömruð og fín.

Þór sagði að það skipti ekki máli hvort notuð væri súrmjólk eða AB mjólk. Ég spurði hann líka hvort það væri í lagi að nota súrmjólkina í nýju umbúðunum og hann svaraði að það væri allt í góðu.“

Vídeólistahátíðinni lýkur á sunnudagskvöld.

surmjolk syningartjald 0007 web