Eitt þúsund VÍS húfur á Austurlandi
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 29. okt 2013 13:36 • Uppfært 30. okt 2013 15:12
VÍS hefur undanfarnar vikur gefið viðskiptavinum með F-plús tryggingu húfur fyrir börn svo þau sjáist fyrr en ella í myrkri. Um eitt þúsund húfum er dreift á Austurlandi.
„Hér í fjórðungnum dreifum við um 1.000 húfum á skrifstofunum sjö. Það er gaman að taka þátt í þessu verkefni þriðja árið í röð enda viðtökurnar alltaf jafn góðar,“ segir Methúsalem Einarsson umdæmisstjóri VÍS á Austurlandi.
Á landsvísu svarar fjöldi húfa til þess að fjögur af hverjum tíu börnum á landinu 3ja til 12 ára hafi fengið húfu. Ólíkt íbúum annarra landshluta geta Austfirðingar víðast hvar enn nælt sér í húfu.
Methúsalem segir fyrirtækið stolt af þessu framtaki. „Við viljum leggja okkar lóð á vogarskálarnar og stuðla að auknu öryggi í umferðinni.
Ég nefni líka gangbrautarvörslu okkar um daginn í því samhengi þegar við tókum daginn snemma og aðstoðuðum ungviðið yfir götu á leið í skóla. Húfurnar koma ekki í stað hefðbundinna endurskinsmerkja heldur eru þær góð viðbót.“