Safnað fyrir línuhraði á Landsspítalann: Bækur seldar eftir vigt í Ássókn

boksala askirkja web
Efnt verður til bóksölu og kaffisamsætis í Ássókn í Fellum um helgina. Tilefnið er söfnun Þjóðkirkjunnar til kaupa á nýjum línuhraði fyrir Landsspítalann.

Á laugardaginn verður efnt til bóksölu í Kirkjuselinu í Fellabæ. Ýmsir bókatitlar verða til sölu, bæði eldri og nýrri bækur, vasabrotsbækur á íslensku, dönsku og ensku svo eitthvað sé nefnt.

Bækur verða seldar eftir vigt og kostar kílóið 1.000 krónur. Lágmarksverðið á stökum bókum er 200 krónur.

Á boðstólum verður kaffi, te, safi og kleinur og tekið við frjálsum framlögum fyrir kaffi og meðlæti. Húsið opnar kl. 13:00.

Í Guðsþjónustu í Áskirkju á sunnudag verður einnig söfnunarbaukur og þar verður tekið við frjálsum framlögum í söfnunina.

Allt söfnunarféð verður lagt inn á eftirfarandi reikning og mun nýtast til kaupa á Línuhraðlinum fyrir Landspítalann. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, afhendir söfnunarféð í nóvember.

Söfnunarreikningurinn er 0301-26-050082, kt. 460169-6909.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.