Þrír klassískir Austfirðingar með tvenna tónleika um helgina

3 klassiskir austfirdingarAustfirsku tónlistarmennirnir Svanur Vilbergsson, Erla Dóra Vogler og Hildur Þórðardóttir halda tvenna tónleika um næstu helgi. Þau hafa öll farið erlendis í nám í klassískri tónlist.

Þau munu flytja blandaða tónlist fyrir gítar, söng og þverflautu. Á dagskránni eru rússnesk og frönsk þjóðlög, rúmenskir dansar og suður-amerískir tónar. Þá munu þau frumflytja tónverkið Græna hattinn eftir austfirska tónskáldið Báru Sigurjónsdóttur.

Fyrri tónleikarnir verða í Safnahúsinu í Neskaupstað á laugardag klukkan 17:00 en þeir seinni í Sláturhúsinu á Egilsstöðum á sunnudag klukkan 17:00.

Miðaverð er 1.500 kr. og frítt inn fyrir börn og nemendur í tónlistarskólum á Austurlandi.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.