Þrír klassískir Austfirðingar með tvenna tónleika um helgina
Austfirsku tónlistarmennirnir Svanur Vilbergsson, Erla Dóra Vogler og Hildur Þórðardóttir halda tvenna tónleika um næstu helgi. Þau hafa öll farið erlendis í nám í klassískri tónlist.Þau munu flytja blandaða tónlist fyrir gítar, söng og þverflautu. Á dagskránni eru rússnesk og frönsk þjóðlög, rúmenskir dansar og suður-amerískir tónar. Þá munu þau frumflytja tónverkið Græna hattinn eftir austfirska tónskáldið Báru Sigurjónsdóttur.
Fyrri tónleikarnir verða í Safnahúsinu í Neskaupstað á laugardag klukkan 17:00 en þeir seinni í Sláturhúsinu á Egilsstöðum á sunnudag klukkan 17:00.
Miðaverð er 1.500 kr. og frítt inn fyrir börn og nemendur í tónlistarskólum á Austurlandi.