Dagar myrkurs á Austurlandi hefjast á fimmtudag
Menningarveislan „Dagar myrkurs“ á Austurlandi hefst á fimmtudag og stendur í tíu daga. Ástardagar, draugasögur, nornaseiðir, varúlfar og allt þar á milli verður á boðstólum þessa dagana.Á dögum myrkurs á Austurlandi er allt kapp lagt á að bjóða íbúum fjórðungsins og gestum þeirra upp á menningarveislu í svartasta skammdeginu. Í tíu daga rekur hver viðburðurinn annan í bæjarfélögunum og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.
Tónlist og myndlist, kærleiksgöngur og bílabíó, sögu og stemmningsstundir og síðast en ekki síst drykkir og réttir sem hæfa myrkum dögum. Verslanir og þjónustuaðilar á svæðinu taka þátt í veislunni með freistandi tilboðum á vörum, veitingum og gistingu.
Þetta er þrettánda sinn sem „Dagar myrkurs“ fara fram á Austurlandi. Hún er sameiginlegt verkefni bæjarfélaga fjórðungsins og ferðaþjónustuaðila en Markaðsstofa Austurlands heldur utan um skipulagningu. Þess má geta að Flugfélag Íslands býður sérstök nettilboð til Austurlands í tilefni daganna.
Ítarlega dagskrá „Daga myrkurs“ má finna á vefnum east.is.