Dráttarvélar vítt og breitt um landið teknar fyrir á nýjum mynddiski
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 07. nóv 2013 13:30 • Uppfært 10. nóv 2013 23:53
Á síðustu árum hefur áhugi á uppgerð gamalla véla aukist mikið og æði stór hópur sem hefur áhuga á slíku. Vítt og breitt um Ísland má finna vélagrúskara. Sumir hafa gert upp eina dráttarvél, aðrir margar. Nokkrir eru heimsóttir á nýjum mynddiski um íslenska dráttarvélamenningu.
„Við hittum nokkra fyrir í fyrra og var gefinn út diskur með þeim. Vegna frábærra viðbragða og hvatningar frá kaupendum var ákveðið að leggja í hann og safna efni á annan disk. Sá lítur nú dagsins ljós," segir myndatökumaðurinn Hjalti Stefánsson sem rekur fyrirtækið HS Tókatækni ásamt konu sinni Heiði Ósk Helgadóttur en diskurinn er gefinn út á þess vegum.
Farið er vítt og breytt um landið á nýja diskinum. Á Vestfjörðum er tekið hús á Deutz aðdáendunum Elvari Sigurgeirssyni í Bolungarvík og Guðmundi Sigurðssyni á Svarthamri við Súðavík auk þess sem Sæmundur Þóroddsson í Dýrafirði sýnir sína vél.
Vélagrúskarar eru á öllum aldri, en rætt er við Almar Óla, 14 ára á Hvolsvelli sem gerir upp Deutz og Inga Þór 12 ára í Borgarfirði sem er langt kominn í vélagrúskinu. Enn lengra komnir eru eldri herrarnir sem hafa athvarf á Finnsstöðum á Fljótsdalshéraði, en þeir hittast nánast daglega til að skrúfa og skrafa.
Aflmesti traktor landsins er skoðaður og David Brown-aðdáandinn Jóhann Marvinsson, bóndi á Svínabökkum, segir sína sögur.
Vélaáhuginn hefur ýmsar birtingarmyndir og litið er við hjá tveimur mönnum sem fara sínar eigin leiðir. Rætt er við Odd Einarsson, framkvæmdastjóra Þórs hf. um sögu fyrirtækisins og Sigurð Skarphéðinsson sem fylgdi MF 100 línunni úr hlaði hér á landi og þjónustaði þær í áratugi.
Litið er við á Grund í Reykhólasveit og Farmall BMD Super í Bárðardal skoðaður. Í fróðleikshorninu er sandblástur kynntur og farið yfir undirbúning fyrir málningu. Auk þess er á disknum einstök kvikmynd frá heyskap á Vesturlandi árið 1957."
Diskurinn er 110 mínútur með 16 innslögum. Verðið á disknum er 3.600 kr. m/vsk og mun salan fyrst og fremst fara fram í beinni sölu frá framleiðanda með tölvupósti á