Atlantsolía: Erum komin í Egilsstaði til að loka hringnum - Myndir

atlantsolia slaturhus 0005 webNítjánda stöðin í flota Atlantsolíu var opnuð á Egilsstöðum í sumar. Forsvarsmenn fyrirtækisins segjast með nýju stöðinni vera að vinna í því að loka hringnum.

„Það er gott að vera loksins komin austur," sagði Guðrún Ragna Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri í hófi sem fyrirtækið hélt á Egilsstöðum fyrir væntanlega viðskiptavini fyrir skemmstu.

Eigendur fyrirtækisins eru þeir Guðmundur og Símon Kjærnesteð og Brandon C. Rose en þeir hafa átt það frá stofnun í júní 2002. Byrjað var að afgreiða olíu til almennings árið 2003 en síðan hafa átján aðrar stöðvar bæst í hópinn, sú nýjasta á Egilsstöðum.

Þar með eru bensínstöðvarnar á staðnum orðnar fjórar auk þess sem Olís er með stöð í Fellabæ.

Í máli Hlyns Ragnarssonar, sölustjóra, kom fram að viðbrögðin við stöðinni á Egilsstöðum hefðu verið góð og stöðin væri liður í því að loka hringnum með því að dreifa Atlantsolíustöðvum um land allt.

Í tilefni dagsins var boðið upp á léttar veitingar, happdrætti og tónlistaratriði með Fjarðadætrum og jazzistunum Einari Braga Bragasyni og Jóni Hilmari Kárasyni. Austurfrétt leit við og fangaði stemminguna.

atlantsolia slaturhus 0001 webatlantsolia slaturhus 0003 webatlantsolia slaturhus 0007 webatlantsolia slaturhus 0008 webatlantsolia slaturhus 0009 webatlantsolia slaturhus 0013 webatlantsolia slaturhus 0019 web

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.