Að lokinni Hammondhátíð – Svipmyndir
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 24. apr 2017 10:52 • Uppfært 24. apr 2017 10:53
Hammondhátíð á Djúpavogi var haldin eins og venja er um helgina í kringum sumardaginn fyrsta. Nóg var að um að utan við stórtónleikana.
Segja má að hátíðin byrji strax á miðvikudagskvöldi, annars vegar með rafstöðvarpartýi en að þessu sinni var mynd um Hans Jónatan, fyrsta blökkumanninn á Íslandi, frumsýnd á Karlsstöðum í Berufirði.
Meðal þeirra sem fram komu á eiginlegum tónleikum hátíðarinnar voru Íris Birgisdóttir, Emmsjé Gauti, Karl orgeltríó, Dikta, Langi Seli & skuggarnir, Mugison og Stebbi Jak og Andri Ívars.
Af öðrum eftirtektarverðum viðburðum má nefna Edrúlífið í Djúpavogskirkju á laugardag og fertugsafmæli Prins Póló á Karlsstöðum.
Hér eru nokkrar svipmyndir frá gestum Hammondhátíðar 2017.