Aðsókn á Kærleiksdaga hefur aukist eftir hrun

Kærleiksdagar verða haldnir á Hótel Bláfelli í næstu viku og standa frá miðvikudegi fram á sunnudag.



Vigdís Kristín Steinþórsdóttir, hjúkrunarfræðingur, heilari og dáleiðari, stendur fyrir Kærleiksdögunum og hefur gert það vítt og breitt um landið í tæp tuttugu ár. Markmiðið er að auka kærleiksrík samskipti manna í milli, kynnast öðrum meðferðarformum og vinna með sjálfan sig, kynna og veita margvísleg meðferðarform og eiga heilandi og fræðandi samveru í vímuefnalausu umhverfi.

„Við vorum fimm saman með litla andlega miðstöð á Akureyri 1997 og ákváðum þá að hafa svona samveru helgi þar sem fólk fengi tækifæri til að sýna hvert öðru kærleik, fræðast og slaka á. Við hófunn leikinn á Narfastöðum í Þingeyjasýslu og þar erum við enn, einu sinni á ári í október. Svo fórum við að fara suður og vorum á Sólheimum í þó nokkur ár. Það kvarnaðist smá saman úr hópnum sem stóð fyrir þessu og er ég búin að vera ein síðan 2001.

Mig langaði að fleiri landshlutar fengju að njóta þessara sælu daga og hef meðal annars verið í Vestmannaeyjum, Skálholti, Vestfjörðum og Keflavík. Við vorum á Eiðum 2006 en náðum ekki alveg að tengjast Austfjörðunum þá svo að nú er tækifæri til að mynda þessi tengsl ef Austfirðingar vilja,“ segir,“ Vigdís.


Allir eru jafn mikilvægir

Vigdís segir að þéttur hópur hafi myndast kringum Kærleikshelgarnar sem hún kallar Kærleiksfjölskylduna.

„Ég er komin með aðstoðarkonur sem skiptast á að hjálpa mér með dagana því aðsóknin hefur aukist eftir hrun og er fjöldinn oft um 30-40 manns og fer stundum yfir fimmtíu.

Það sem þú færð út úr dögum sem þessum er góður félagsskapur þar sem allir eru jafn mikilvægir, fræðsla í formi fyrirlestra og allskyns samveru, meðferðir sem stuðla að betri líðan líkamlegri sem andlegri, hvíld og slökun sem og útivera sem þjálfar okkur í að tengjast jörðinni og allri þeirri visku sem hún ber.“

Nánar má lesa um og kynna sér dagskrá Kærleiksdaganna hér.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.