Aftur kominn tími Dægurlagadrauma: Tvennir tónleikar í vikunni

Hljómsveitin Dægurlagadraumar hyggur á tónleika á Austurlandi fimmta sumarið í röð. Sveitin er skipuð sex Austfirðingum sem spila íslensk dægurlög frá miðri síðustu öld.


Í sveitinni syngja Bjarni Freyr Ágústsson og Erla Dóra Vogler en aðrir eru Þórður Sigurðsson hljómborðs- og harmónikkuleikari, Garðar Eðvaldsson saxófónleikari, Þorlákur Ægir Ágústsson bassaleikari og Jón Hilmar Kárason gítarleikari.

Á efnisskránni eru fjölbreytt íslensk dægurlög sem flestir ættu að þekkja og voru vinsæl með Hauki Morthens, Ellý Vilhjálms, Helenu Eyjólfs og fleiri söngstjörnum.

Húmorinn er aldrei langt undan á tónleikum og ýtt er undir stemmingunni með klæðnaði sveitarinnar sem sækir í tísku þessa tíma: mittislindar, slaufur og mikil undirpils.

Sveitin hefur undanfarin sumur farið víða um Austurland. Að þessu sinni verður spilað í Sláturhúsinu á Egilsstöðum klukkan 20:00 á miðvikudag og Karlsstöðum í Berufirði sólarhring síðar.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.