Skip to main content

Alcoa Fjarðaál styður Geðhjálp með jólalagi: Myndband

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 08. des 2011 13:22Uppfært 08. jan 2016 19:22

alcoa_eldur3_web.jpgAlcoa Fjarðaál er meðal fimmtán fyrirtækja sem tekið hafa áskorun Geðhjálpar um að syngja jólalag og framleiða myndband því til stuðnings. Álbandið sér um lag Alcoa sem er í rokkaðri kantinum.

 

Átakið ber heitið „Geðveik jól“ en hægt er að kjósa á milli laganna. Lagið með felst atkvæði hlýtur titilinn „Geðveikasta jólalagið.“ Kosningin hófst í dag og stendur til 20. desember. Hvert atkvæði kostar 1.000 kr. og rennur ágóðinn til Geðhjálpar.

Framlag Alcoa sker sig nokkuð úr öðrum lögum því það er öllu rokkaðra. Var upphaflega flutt af hljómsveitinni Kansas og heitir „Wayward son“ en Jóhanna Seljans, sem syngur lagið, samdi textann. Aðrir í Álbandinu eru Helgi Georgsson, Reynir Höskuldsson, Jón Björn Ríkharðsson, Sigurður Ólafsson og Guðmundur Höskuldsson

Nokkuð gekk á við upptöku lagsins. Upphaflega stóð til að taka það upp í Tónsmiðjunni á Egilsstöðum. tölvan þar hrundi og því var leitað á náðir BRJÁN í Neskaupstað.

Í myndbandinu segir frá Sveini Lúðvíkssyni sem vaknar upp við vondan draum á aðventunni þegar hjól nútímans bíta grimmilega á dalinn hans.