Skip to main content

Aldís Fjóla safnar fyrir tónleikaferð um landið

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 08. ágú 2017 12:15Uppfært 08. ágú 2017 12:16

Söngkonan Aldís Fjóla Borgfjörð Ásgeirsson, frá Brekkubæ í Borgarfirði, safnar nú fyrir tónleikaferð um landið næsta sumar. Hún er að hefja þriggja ára söngkennaranám í Danmörku í haust.


Aldís Fjóla er af mikilli tónlistarfjölskyldu og hefur verið viðloðandi tónlist frá því hún man eftir sér. sig. Hún byrjaði ung að læra á blokkflautu, píanó og þverflautu en söngur átti hug hennar allan.

Eftir að hafa prófað alla stíla innritaði hún sig í „Complete Vocal“ nám í Kaupmannahöfn og er hún nú að hefja þriggja ára kennaranám frá þeim skóla í haust. „Complete Vocal“ tæknin byggir á 20 ára ítarlegum rannsóknum á öllum tegundum söngstíla, allt frá þungarokki til klassísks söngs og kynnir nýjar og auðveldar aðferðir til að nota röddina til hins ýtrasta á heilbrigðan og gefandi hátt.

Aldís Fjóla hefur komið víða fram og tók hún meðal annars þátt í fyrstu þáttaröð The Voice hér á landi.

Hún safnar nú fyrir tónleikaferð um landið næsta sumar í gegnum Karolina fund. Þar mun hún flytja frumsamið efni í bland við hennar uppáhalds lög, ásamt því að fræða tónleikagesti um tækni Complete Vocal stefnunnar.

Inn á síðunni er hægt að heita á hana, til dæmis með því að kaupa miða á tónleika, söngtíma fyrir einn eða fleiri og alveg upp í að kaupa einkatónleika í stofunni heima.