Skip to main content

Alþjóðlegi Downs dagurinn haldinn hátíðlegur í Seyðisfjarðarskóla

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 22. mar 2012 17:38Uppfært 08. jan 2016 19:22

downs_sfk1_web.jpg
Haldið var upp á alþjóðlega Downs-heilkennisdaginn í Seyðisfjarðarskóla í gær. Ástæðan fyrir þessari dagsetningu er sú að fólk með Downs-heilkenni hefur þrjá litninga á 21. litningapari.

Nemendur 7. og 8. bekkjar unnu upplýsingabækling sem liggur frammi á nokkrum stöðum í bænum og kynntu Downs-heilkenni fyrir öðrum nemendum skólans og fólki á förnum vegi.

downs_sfk2_web.jpg
Yfirskrift alþjóðlega Downs-heilkennisdagsins í ár var „I want to learn“ eða „Ég vil læra“. Búið er að birta myndband af þessu tilefni sem sýnir nemendur með Downs-heilkenni frá 68 löndum við nám og horfðu allir nemendur skólans á það.