„Allir geta tekið þátt í símabingóinu“

„Fyrstu tölur verða ekki birtar fyrr en klukkan hálf tíu annað kvöld þannig að fólk hefur góðan tíma til þess að verða sér út um spjald,“ segir Viðar Jónsson, þjálfari meistaraflokk Leiknis, en liðið stendur fyrir „símabingói“ til þess að fjármagna æfingaferð liðsins til Spánar.



Leiknir spilar í Inkassó-deildinni í sumar, sem er næst efsta deildin.

„Sumarið leggst vel í okkur og það eru allir spenntir. Hluti af því að byggja upp liðsheild er að gera eitthvað skemmtilegt með hópnum. Ég fékk þá hugmynd að fara með liðið í æfingaferð til Oliva Nova á Spáni í apríl. Ég gerði könnun meðal leikmanna og allir voru klárir í svona ferð. Þar sem ferðakostnaðurinn í sumar verður mjög mikill, en Leiknir spilar tíu af sínum útileikjum á Reykjavíkursvæðinu, er ekki auðvelt að fjármagna æfingaferð nema með fjáröflunum. Við höfum aldrei gert neitt svona þannig að ferðin verður bæði kærkomin og skemmtileg,“ segir Viðar.

Viðar segist oft hafa heyrt talað um símabingó, fann dæmi um slíkt á netinu og aðlagaði að aðstæðum félagsins.

„Spjöldin eru öll númeruð og bæði er hægt að verða sér út um þau hjá leikmönnum meistaraflokk Leiknis eða í rafrænni útgáfu, allir geta tekið þátt í símabingóinu.“

Bingóið stendur yfir í nokkra daga og verða fyrstu tölur dregnar miðvikudagskvöldið 1. febrúar og birtar á heimasíðu knattspyrnudeildar Leiknis klukkan 21:30.

„Þátttakendur merkja við tölurnar á spjaldinu og þeir sem fá fá bingó hringja í símanúmerið 845-3748 og gefa upp númer spjaldsins. Fyrstu fimm sem hringja inn fá vinning. Fyrstu tíu kvöldin verða dregnar út fimm tölur. Kvöldin þar á eftir verða dregnar út þrjár tölur,“ segir Viðar.

Hvert spjald kostar 2000 krónur en hægt er að kaupa þrjú spjöld á 5000 krónur. Allur ágóðinn rennur í ferðasjóð félagsins.


Veglegir og spennandi vinningar

Viðar segir vinningana ekki af verri endanum, en einn þeirra er 40.000 króna inneign hjá Gaman Ferðum, gjafabréf í BYKO, Baðhúsinu á Egilsstöðum, Jarðböðin Mývatni og svo margt fleira. Vinningaskrána má sjá hér.

Upplýsingar um hvernig á að nálgast spjöldin og spila bingóið fást gegnum netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Fyrir áramót gáfu drengirnir einnig út dagtal með myndum af liðsmönnum en Jóhönnu K. Hauksdóttir sá um myndatökuna. Dagatalið er einnig til sölu hjá liðsmönnum Leiknis og kostar 3000 krónur.

Dagatal Leiknis 2017

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.