Skip to main content

Allt tilbúið fyrir Hammondhátíð: Erum stolt af dagskránni

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 25. apr 2013 09:41Uppfært 08. jan 2016 19:24

jonas_sig_bogginn_0001_web.jpg
Hammondhátíð hefst á Djúpavogi í kvöld þar sem Jónas Sigurðsson verður aðalnafnið. Skipuleggjendur hátíðarinnar segja allt tilbúið og að dagskráin hafi aldrei verið glæsilegri.

„Að fyrri hátíðum ólöstuðum þá er þessi án efa sú langstærsta. Við höfum aldrei selt jafn mikið af miðum og áhuginn er mun meiri en við höfum áður fundið fyrir enda erum við mjög stolt af dagskránni,“ segir Ólafur Björnsson sem leitt hefur undirbúning hátíðarinnar.

Fyrstu tónleikarnir verða klukkan 20:30 í kvöld en þar koma fram nemendur úr Tónskóla Djúpavogs, Karlakórinn Trausti og Jónas Sigurðsson ásamt Ómari Guðjónssyni og Stefáni Erni.

Annað kvöld spila Dúndurfréttir á Hótel Framtíð og Ný dönsk á laugardagskvöldið. Hátíðinni lýkur með tónleikum Magnúsar og Jóhanns í Djúpavogskirkju á sunnudag.

„Það er gríðarlega góð stemming í bænum og allt klárt. Veðurspáin er flott og Öxi opin,“ segir Ólafur.

Þá er ýmislegt í gangi í bænum yfir helgina í tengslum við hátíðina, kvikmyndasýningar, ljóðalestur, gönguferð, tilboð í verslunum og fleira. Nánari upplýsingar eru á vef hátíðarinnar: http://hammond.djupivogur.is/