„Ánægjulegt að sjá hvað íbúar Djúpavogshrepps eru samstilltir“

Íbúar Djúpavogshrepps tóku forskot á sæluna og hituðu upp fyrir þjóðhátíðadaginn með hverfaveislu í íþróttahúsinu um helgina.



„Við höfum undanfarin ár fagnað 17. júní með því að skipta þorpinu í þrjú hverfi – gula gula-, appelsínugula- og bleika, en íbúar hafa verið duglegir við að skreyta þorpið með sínum litum og keppa í ýmsum þrautum,“ segir Þorbjörg Sandholt, formaður ferða- og menningarmálanefndar Djúpavogshrepps.

„Í ár var ákveðið að byrja snemma að kynda upp þjóðhátíðastemmningu og ferða- og menningarmálanefnd stóð fyrir hverfaveislu í íþróttahúsinu síðastliðinn sunnudag.

Skipulagið var sett í hendur íbúa og óhætt að segja að útkoman hafi verið glæsileg – gulir, appelsínugulir og bleikir íbúar fjölmenntu í íþróttahúsið og slógu upp hverfastemmningu með skreytingum og boðið var upp á litríkar veitingar.

Menn gátu svo gengið á milli hlaðborða þar sem bragða mátti m.a. á appelsínugulu brauði, bleikum kökum og hella gulri mjólk út í kaffið.

Markmiðið með svona degi er auðvitað að fólk hittist og hafi gaman saman. Það er ánægjulegt að sjá hvað íbúar Djúpavogshrepps eru samstilltir og tilbúnir í sumarið sem er rétt handan við hornið.“

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.