Skip to main content

Aukaleikarar óskast á skrá

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 26. jan 2016 09:30Uppfært 26. jan 2016 11:19

Tökur á annarri þáttaröð Fortitude hefjast í næstu viku og Pegasus leitar enn að aukaleikurum.


Ella Reynis sér um skráningu og utanumhald aukaleikara.

„Við erum að leita að allskonar fólki, átján ára og eldra, en við erum ekki að horfa eftir börnum í þetta skiptið.

Meðal annars þurfum við mjög hávaxinn (188-190 cm), grannan og dökkhærðan mann á aldrinum 20-40 sem allra fyrst.

Ég er staðsett vestanmegin í gamla frystihúsinu á Reyðarfirði og vil hvetja alla til þess að kíkja við og skrá sig.

Ég verð við alla virka daga þessarar viku milli klukkan 10:00-12:00 og 13:00-18:00."