Aukaleikarar óskast á skrá

Tökur á annarri þáttaröð Fortitude hefjast í næstu viku og Pegasus leitar enn að aukaleikurum.


Ella Reynis sér um skráningu og utanumhald aukaleikara.

„Við erum að leita að allskonar fólki, átján ára og eldra, en við erum ekki að horfa eftir börnum í þetta skiptið.

Meðal annars þurfum við mjög hávaxinn (188-190 cm), grannan og dökkhærðan mann á aldrinum 20-40 sem allra fyrst.

Ég er staðsett vestanmegin í gamla frystihúsinu á Reyðarfirði og vil hvetja alla til þess að kíkja við og skrá sig.

Ég verð við alla virka daga þessarar viku milli klukkan 10:00-12:00 og 13:00-18:00."

 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.