Austfirskar perlur: Hafnarbjarg
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 15. des 2020 15:58 • Uppfært 17. des 2020 08:19
Mynd af Hafnarbjargi, sem skilur að Borgarfjörð og Brúnavík, er þriðja myndbandið í samstarfi myndatökumannsins Fannars Magnússonar og tónlistarmannsins Hákons Aðalsteinssonar við Austurfrétt um myndskeið úr austfirskri náttúru.
„Fyrir nokkrum árum var ég á strandveiðum þar sem róið var út frá Borgarfirði. Mér fannst alltaf tilkomumikið að sigla undir bjarginu. Fuglahreiður er á hverri klettasyllu og mikið líf í klettunum.
Það er hægt að ganga eða hjóla yfir í Brúnavík og ég vil hrósa þeim sem komu að því að byggja upp stíginn yfir Brúnavíkurskraðið.“