![](/images/stories/news/2017/steindi_jr_kind_landkynning.jpg)
Austurland í aðalhlutverki í nýju landkynningarmyndbandi
Borgarfjörður og Seyðisfjörður eru í aðalhlutverki í nýju kynningarmyndbandi Inspired by Iceland sem Íslandsstofa hleypti í loftið í nótt.Myndbandið skartar grínistanum Steina jr. í aðalhlutverki en hann kynnir til sögunnar erfiðasta karókí lag í heimi. Sungið erum Ísland frá A-Ö og hent inn í textann ýmsum íslenskum orðum sem erlendir gestir geta spreytt sig á.
Langstærstur hluti myndbandsins er tekinn upp á Austfjörðum, einkum Seyðisfirði og Borgarfirði.
Sjá má Steinda gera sig heimakominn á Seyðisfirði og leiða hljómlistarhóp í gegnum regnbogalitaða Norðurgötuna Bláu kirkjuna í baksýn. Má þar meðal annars sjá Ívar Pétur Kjartansson úr FM Belfast, Evu Björk Jónudóttur af bæjarskrifstofunum, Ólaf Hr. Sigurðsson fyrrverandi bæjarstjóra og Davíð Kristinsson hótelstjóra á Öldunni.
Á Borgarfirði má sjá Steinda draga ferðatösku upp í Vatnsskarðið og í innilegum faðmlögum við kind frá bænum Jökulsá.
Steindi fer einnig í sund á Egilsstöðum og skógargöngu á Héraði en Eymundur Magnússon, bóndi í Vallanesi, leikur pabba hans.
Samhliða þessu setti Íslandsstofa í loftið myndband þar sem erlendir gestir reyna að syngja með karókílaginu og myndbönd fyrir hvern landshluta undir yfirskriftinni Ísland A-Ö.