Íbúar tóku til hendinni á samfélagsdegi: Myndir
Íbúar á Seyðisfirði, Fljótsdalshéraði og í Fjarðabyggð með aðstoð félagasamtaka og fyrirtækja tóku til hendinni á samfélagsdegi sem haldinn var á laugardaginn. Víða var hreinsað til og byggðarkjarnar snyrtir. Sólin skein á þátttakendur og hitinn nálgaðist 20 stig. Ljósmyndari Agl.is ferðaðist um á Egilsstöðum og leit við á sérstökum Hattardegi á Vilhjálmsvelli.