Ben Stiller á ferð um Austurland
Bandaríski gamanleikarinn Ben Stiller ferðast um Austurland. Leikarinn birti í gærkvöldi mynd frá Djúpavogi á Twitter síðu sinni.
Stiller hefur ferðast um Ísland í vikunni en hann byrjaði á að senda inn mynd úr Hörpu. Í gærkvöldi birtust á Twitter-síðu hans mynd af austfirskum mosa og frá Djúpavogi .
Hann virðist samt ekki hafa stoppað lengi eystra því eftir hádegi í dag spurðist til hans í Stykkishólmi.
Stiller er meðal þekktustu gamanleikara Hollívúdd en hann hefur lék í þáttunum Saturday Night Live í þrettán ár. Af hans þekktustu hlutverkum má nefna Zoolander, ljónið Alex í Madagaskar teiknimyndunum og næturvörðurinn á safninu þar sem ýmsar furðuverur fara á kreik.