Ben Stiller á ferð um Austurland

Ben Stiller (c) WikipediaBandaríski gamanleikarinn Ben Stiller ferðast um Austurland. Leikarinn birti í gærkvöldi mynd frá Djúpavogi á Twitter síðu sinni.

 

Stiller hefur ferðast um Ísland í vikunni en hann byrjaði á að senda inn mynd úr Hörpu. Í gærkvöldi birtust á Twitter-síðu hans mynd af austfirskum mosa og frá Djúpavogi .

Hann virðist samt ekki hafa stoppað lengi eystra því eftir hádegi í dag spurðist til hans í Stykkishólmi.

Stiller er meðal þekktustu gamanleikara Hollívúdd en hann hefur lék í þáttunum Saturday Night Live í þrettán ár. Af hans þekktustu hlutverkum má nefna Zoolander, ljónið Alex í Madagaskar teiknimyndunum og næturvörðurinn á safninu þar sem ýmsar furðuverur fara á kreik.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.