![](/images/stories/news/2015/ofaerd_screenshot.jpg)
Besti tökudagurinn í Ófærð var á Seyðisfirði
Aðstandendur þáttaraðarinnar Ófærðar segja að tökudagarnir tveir á Seyðisfirði með ferjuna Norrænu í höfn hafi verið þeir bestu í margra mánaða tökuferli þáttanna.
„Ég held án djóks að skemmtilegustu dagarnir hafi verið á Seyðisfirði. Fyrri dagurinn með ferjunni var hinn fullkomni tökudagur. Sextán tíma langur en það gekk allt upp.
Að svona erfiður dagur með margar atrennur hafi gengið vel er frábært en það voru allir svo frábærir í að láta hann taka upp,“ sagið Harpa Elísa Þórsdóttir, aðstoðarleikstjóri í þættinum „Allar leiðir lokaðar – gerð Ófærðar“ sem Sjónvarpið sýndi í gærkvöldi.
Sindri Páll Kjartansson, framleiðslustjóri, það hafa hjálpað til að vitað var fyrirfram að dagarnir á Seyðisfirði gætu orðið annasamir. Fjöldi austfirskra áhugaleikara tók þátt í tökunum.
„Við vissum að þetta yrðu heví dagar og byrjuðum að vara við því hálfu ári fyrir. Það fór samt betur en á horfðist. Tuttugu tíma dagarnir urðu sextán og tíu tímar.“
Bergsveinn Björgúlfsson, stjórnandi kvikmyndatöku sagðist vanur því að vera heppinn með veður og það hefði hjálpað til á Seyðisfirði. „Við fengum vetur með snjó. Það hefði tafið fyrir að þurfa að búa allt til.“