Skip to main content

Bæjarstjórnin söng í Leikskóla er gaman: Myndband

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 07. feb 2013 13:56Uppfært 08. jan 2016 19:23

fherad_baejo_07022013.jpg
Bæjarfulltrúar Fljótsdalshéraðs tóku áskorun leikskólabarna af deildinni Tjarnarbæ/Skógarbæ um að syngja á bæjarstjórnarfundi í gærkvöldi. Bæjarfulltrúarnir sungu hið vinsæla Í leikskóla í gaman.

Börn af leikskóladeildunum heimsóttu bæjarstjórnarskrifstofurnar í gær í tilefni af degi leikskólans. Þau sungu þrjú lög fyrir bæjarstjórann og bættu við áskorun til bæjarfulltrúa um að syngja á fundi sínum. Við þeirri áskorun urðu bæjarfulltrúarnir í gær.

Börnin gerðu einnig athugasemdir við umgang bæjarfulltrúa á fundarborðinu. Á fundinum var áréttað við bæjarfulltrúa að taka betur til eftir sig.