Skip to main content

Bjartmar sýnir á Hátíð hafsins

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 03. jún 2011 21:07Uppfært 08. jan 2016 19:22

bjartmar_gudlaugsson_myndlist_web.jpgFjöllistamaðurinn Bjartmar Guðlaugsson opnar myndlistarsýningu á Hátíð hafsins á morgun. Hann tekur lagið við opnunina og gefur út bók.

 

Hafið er þema sýningarinnar en Bjartmar segir listsköpun sína löngum hafa verið nátengda sjómennsku og brauðstritinu við sjávarsíðuna. Á morgun kemur einnig út bók með ljóðum Bjartmars, söngtextum og ljóðum sem er ríkulega myndskreytt með myndverkum hans.

Sýningin verður á Sjávarbarnum og Keisaranum á Granda og er opin frá 10:00-22:00 alla daga. Bjartmar verður sjálfur á svæðinu á morgun og tekur lagið klukkan 17:00.