Skip to main content

Bjartmar valinn textahöfundur ársins: Takk, takk, takk, takk, takk

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 11. mar 2011 11:28Uppfært 08. jan 2016 19:22

bjartmar_gudlaugsson.jpgAustfirski tónlistarmaðurinn Bjartmar Guðlaugsson var valinn textahöfundur ársins á íslensku tónlistarverðlaununum sem veitt voru á þriðjudagskvöld. Verðlaunin fékk Bjartmar fyrir textana á plötunni Skrýtin veröld sem kom út í fyrra.

 

„Takk, takk, takk, takk, takk,“ voru fyrstu orð Bjartmars eftir að hann steig á sviðið í Íslensku óperunni til að taka við verðlaunum.

„Það var mér nóg að fá tilnefninguna, þetta þurfti ekki að komast á ræðustigið. Ég verð alltaf feiminn við athygli og ég hef fengið mikla athygli undanfarna viku,“ sagði Bjartmar en hann hlaut í seinustu viku menningarverðlaun DV.

Bjartmar var að auki tilnefndur sem tónhöfundur ársins og fyrir lag ársins Konan á allt. Þetta er í fyrsta sinn sem Bjartmar er tilnefndur til verðlaunanna þrátt fyrir að hafa verið að í áratugi. „Ég hef verið með sömu konunni, sama gítarinn í 30 ár og sömu hárgreiðsluna frá fermingu.“

Annar tónlistarmaður með austfirskar rætur, Jónas Sigurðsson, fékk verðlaun fyrir lag ársins, Hamingjan er hér. Fleiri austfirskir tónlistarmenn unnu með honum í hljómsveitinni Ritvélum framtíðarinnar.