Björn Hafþór mótmælir
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 04. feb 2010 13:16 • Uppfært 08. jan 2016 19:21
Björn Hafþór Guðmundsson sveitarstjóri á Djúpavogi flutti hugleiðingu og drápu, á mótmælafundi gegn lokun Svæðisútvarps Austurlands á dögunum.
Drápan var að vísu stutt, ein ferskeytla en það er um það að segja, að oft skipta meira máli gæði en magn í þessum efnum. Almennt er ekki vitað hvað drápur þær er áður voru fluttar konungum til áhrínis eða höfuðlausnar voru langar. Nóg um það fundarmenn vonuðu að þessi staka gæti orðið að áhrínisorðum engu að síður.
Ekki gengur orðalaust
ó, þú Páll og fleiri,
okkar fá' ei óma raust
svo aðrir landsmenn heyri.
bhg