Skip to main content

Bók með ljóðum Þorsteins í Svínafelli komin út

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 18. jún 2010 23:10Uppfært 08. jan 2016 19:21

ljodabokarcover_svinafell.jpgLjóðabókin Undir breðans fjöllum, úrval verka Þorsteins Jóhannssonar í Svínafelli, var formlega kynnt í gær. Það er fjölskylda Þorsteins sem valdi verkin í bókina.

 

Bókin, Undir breðans fjöllum,  er um 300 bls. og  inniheldur ljóð og lausavísur, æviágrip, myndir og skýringartexta. Efnið varpar ljósi á lífshlaup höfundar allt frá því að hann var barn og vitnar á margan hátt um aðstæður í byggðarlaginu á 20. öldinni.  Þorsteinn var fæddur 1918 og hann lést 1998.

Yrkisefnin eru ýmist vegna hátíðlegra tilefna, sögulegra atburða eða um líðandi stund. Auk hinna stærri ljóða er víða slegið á létta strengi bæði í dagsins önn og við skemmtanahald. Einnig er skólastarfi Þorsteins gerð nokkur skil þar sem vísnagerð kemur mikið við sögu, bæði til að létta lund í skólastofunni og til að festa námsefnið í minni.

Bókaútgáfan Hólar gefur bókina út og annast dreifingu hennar.