Bílar og vélar á Vopnafirði bjóða til afmælishátíðar
Bílar og vélar á Vopnafirði fagna sumri og halda upp á 20 ára afmæli sitt um leið. Fyrirtækið var formlega stofnað 1.apríl 1990. Forsvarsmenn fyrirtækisins hvetja alla til að mæta í Miklagarð í kvöld og taka þétt í gleðinni.Eigendur og starfsmenn fyrirtækisins ætla að minnast tímamótanna í kvöld, miðvikudaginn 21.apríl með því að bjóða Vopnfirðingum og nærsveitungum í heimsókn á verkstæði sitt að Hafnarbyggð 14 milli klukkan 15 og 17.
Að kvöldi sama dags klukkan 21:00 er svo boðið á stórtónleika í Miklagarði þar sem hljómsveitin BAGGALÚTUR skemmtir.
Eftir Baggalútstónleikana verður lifandi tónlist á barnum í Miklagarði til kl. 03:00, frítt inn aldurstakmark 18 ár.