![](/images/stories/news/umhverfi/fask_sumar13.jpg)
Bleikur október hefst um helgina
Vatnaliljurnar á Fáskrúðsfirði efna til sundleikfimi og gönguferð til styrktar Krabbameinsfélagi Austfjarða á sunnudag á fyrsta degi bleiks október. Tónleikar og innanhússíþróttir eru einnig á dagskrá helgarinnar.Þeir sem vilja hreyfa sig með Vatnaliljunum geta mætt við sundlaugina á Fáskrúðsfirði klukkan 10:45 á sunnudag. Í sundlauginni verður Fjóla Þorsteinsdóttir með sundleikfimi en aðrir geta farið í gönguferð um bæinn með Berglindi Agnarsdóttur.
Tekið verður við frjálsum framlögum sem renna óskipt til Krabbameinsfélag Austfjarða.
Um kvöldið klukkan 20:00 verður Bleik messa í Egilsstaðakirkju. Sólveig Heiðrún Stefánsdóttir segir þar frá reynslu sinni af krabbameini. Gestir eru hvattir til að mæta í bláu.
Kór Reyðarfjarðarkirkju og Fjarðadætur halda tónleika í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði á sunnudag 15:30. Heimabakað bakkelsi verður það á boðstólunum.
Í Neskaupstað verður uppskeruhátíð Art Attack verkefnisins um helgina. Opnunargleði verður í Netagerðinni klukkan 17:00 þar sem sýnd verða dansatriði. Markmið helgarinnar er að fólk hittist og hafi gaman saman. Síðasti viðburðurinn er vöfflukaffi í Þórsmörk klukkan fjögur á sunnudag.,
Víðar verður dansað því Í Herðubreið á Seyðisfirði sýna nemendur LungA-skólans dansverk klukkan 16:30 í dag. Verkin hafa verið unnin í vikunni með danshöfundinum Sögu Sigurðardóttur.
Klukkan átta á laugardagskvöld verður sýnt í Sláturhúsinu á Egilsstöðum verkið Undir yfirborðinu sem er finnskt-íslenskt dans-, tónlistar- og leiklistarverk. Verkið byggir á yfirborði byggir á sögu Guðrúnar Jónsdóttu, sögunni af konunni sem birtist sem draugur í vondu veðri. Á hverjum stað sem verkið er sýnt eru gestalistamenn úr heimabyggð. Á Egilsstöðum koma fram Alona Perepelytsia dansari og Arnaldur Máni Finnsson, fjöllistamaður.
Creedence Travelin‘ Band heldur tónleika í Valaskjálf á Egilsstöðum á laugardagskvöld. Sérstakir verða Birgir Haraldsson, söngvari úr Gildrunni og Elísabet Arna Gunnlaugsdóttir sem vakti mikla athygli fyrir trommuleik sinn á nýafstöðnum heiðurs Ronnie James Dio.
Þróttur hefur keppni í úrvalsdeild kvenna á morgun þegar liðið tekur á móti Völsungi. Leikurinn hefst klukkan tvö. Liðið hefur fengið til sín nýjan erlendan leikmann, Paulu del Olmo Gomez frá Spáni en misst þær Maríu Rún Karlsdóttir og Gígju Guðnadóttur.
Á laugardagskvöld milli sjö og tíu verður kynning á úrvalsdeildarliði Hattar í körfuknattleik. Þjálfarar og leikmenn kynna sig og spá í spilin fyrir keppnistímabilið sem hefst eftir viku.