Skip to main content

Bók Smára tilnefnd til verðlauna Hagþenkis

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 03. feb 2016 11:28Uppfært 03. feb 2016 11:29

Bók Smára Geirssonar um stórhvalaveiðar við Ísland hefur verið tilnefnd til Viðurkenningar Hagþenkis sem síðustu 30 ár hefur veitt viðurkenningu fyrir fræðirit, námsgögn eða aðra miðlun fræðilegs efnis til almennings.


Hagþenkir er félag sem sem gætir hagsmuna og réttar þeirra sem vinna að útgáfu þeirra sem vinna að útgáfu fræðirita og kennslugagna.

Fimm félagsmenn skipa viðurkenningaráðið sem að þessu sinni voru: Baldur Sigurðsson íslenskufræðingur, Kristin Svava Tómasdóttir sagnfræðingur, Kristinn Haukur Skarphéðinsson náttúrufræðingur, Þorbjörn Broddason félagsfræðingur, Þórunn Blöndal íslenskufræðingur. Verkefnastýra ráðsins er Friðbjörg Ingimarsdóttir, framkvæmdastýra Hagþenkis.

Í umsögn um bók Smára, Stórhvalaveiðar við Ísland til 1915, segir að þar sé að finna „afar fróðlega frásögn í máli og myndum af ævintýralegum þætti íslenskrar efnahags- og atvinnusögu.“

Viðurkenning Hagþenkis 2015 verður síðan veitt við hátíðlega athöfn í Þjóðarbókhlöðunni í byrjun mars. Verðlaunin nema einni milljón króna. Hagþenkir og Borgarbókasafn munu í vor standa fyrir kynningu á tilnefndum verkum í samstarfi við höfundana.

Bók Smára hefur áður verið tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fræðibóka.