Breiðdælingum boðið í kaffi í tilefni afmælis George Walkers

Breiðdælingum og nærsveitungum er boðið í kaffi í Breiðdalssetri í dag í tilefni þess að 90 ár eru liðin frá fæðingu breska jarðfræðingsins George Walkers.


Opið hús verður í Breiðdalssetri milli 15:30 og 17:00 í dag. Ómar Bjarki Smárason frá jarðfræðistofunni Stapa segir þar frá því nýjasta í jarðhitaleit á Austurlandi.

Á laugardag milli 13:30 og 15:30 verður síðan málþing í setrinu í tilefni tímamótanna. Ómar Bjarki verður þar með erindi um jarðhitaleit á Austurlandi í 20 ár.

Ármann Höskuldsson segir frá eldfjöllum í hafi og hafsbotnsrannsóknum við Ísland á 21. öld og Þorvaldur Þórðarson fer yfir rannsóknir Walkers í Kyrrahafslöndum.

Báðir eru doktorar í eldfjallafræði og starfa við Háskóla Íslands.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.