Skip to main content

Börn á Stöðvarfirði safna fyrir börn á Haiti

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 13. apr 2010 09:34Uppfært 08. jan 2016 19:21

Í vetur hafa yngri börnin í ungmennastarfi Stöðvarfjarðardeildar Rauða kross Íslands safnað peningum fyrir börn á Haiti sem urðu hart úti í jarðskjálftunum þar í vetur. 

 

 

stfj_born_rki1.jpgTil að safna peningum, ráku þau Litlu Rauða kross búðina á Stöðvarfirði í einn dag, seldu lukkumiða og gerðu sitthvað fleira. Alls söfnuðu þessi duglegu börn, rúmlega fimmtíu og fimm þúsund krónum sem lagðar voru inn á söfnunarreikning Rauða Krossins.

Það var síðan í dag sem börnin skunduðu í bankann með peningna og lögðu þá inn á söfnunarreikning Rauða kross Íslands.  Þar tók Þóra Björk Nikulásdóttir formaður Stöðvarfjarðardeildar Rauðakross Íslands á móti þeim og kom söfnunarfénu rétta boðleið.

Börnin sem afhentu Rauða Krossinum féð heita, Jóhannes Kristinn Hafsteinsson, Viktor Breki Þorvaldsson, Jónína Guðný Jóhannsdóttir,  Friðrik Júlíus Jósefsson, Haraldur Sigurjón Þorsteinsson, Arney Hildur Margeirsdóttir, Kristján Agnar Vágseið, Fjölnir Helgi Hrannarsson og Eyþór Ármann Jónasson.