Bræðslan: Miðasala aldrei farið hraðar af stað

braedslan_2012_0066_web.jpg
Forsvarsmenn tónlistarhátíðarinnar Bræðslunnar bera sig vel eftir að miðasala á hátíðina hófst í morgun. Borgfirðingum er boðið í vöfflukaffi á morgun þar sem kynnt verður rannsókn á samfélagslegum áhrifum hátíðarinnar.
 
„Fyrstu tölur liggja fyrir og miðasalan á Bræðsluna hefur aldrei farið jafn vel af stað!“ skrifar annar Bræðslustjóranna Magni´Ásgeirsson á Facebook-síðu sína í dag.

Miðasala á hátíðina, sem haldin verður þann 27. júlí, hófst klukkan tíu í morgun. Í ár koma John Grant, Ásgeir Trausti, Mannakorn og Bjartmar Guðlaugsson fram á hátíðinni.

Þá hefur verið boðað til opins blaðamannafundar og vöfflukaffis í Bræðslunni á hádegi á morgun. Tilefnið er að miðasalan sé hafin auk þess sem kynnt rannsókn á samfélagslegum áhrifum Bræðslunnar sem gerð verður í sumar.

Ein rósin enn bættist í hnappagat Bræðslunnar fyrir viku þegar Pósturinn gaf út frímerki tileinkað hátíðinni. Bræðslan var ein fimm hátíða sem varlin var í útgáfu til heiðurs bæjarhátíðum á Íslandi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.