Skip to main content

Bræðslan: Miðasala aldrei farið hraðar af stað

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 09. maí 2013 16:20Uppfært 08. jan 2016 19:24

braedslan_2012_0066_web.jpg
Forsvarsmenn tónlistarhátíðarinnar Bræðslunnar bera sig vel eftir að miðasala á hátíðina hófst í morgun. Borgfirðingum er boðið í vöfflukaffi á morgun þar sem kynnt verður rannsókn á samfélagslegum áhrifum hátíðarinnar.
 

„Fyrstu tölur liggja fyrir og miðasalan á Bræðsluna hefur aldrei farið jafn vel af stað!“ skrifar annar Bræðslustjóranna Magni´Ásgeirsson á Facebook-síðu sína í dag.

Miðasala á hátíðina, sem haldin verður þann 27. júlí, hófst klukkan tíu í morgun. Í ár koma John Grant, Ásgeir Trausti, Mannakorn og Bjartmar Guðlaugsson fram á hátíðinni.

Þá hefur verið boðað til opins blaðamannafundar og vöfflukaffis í Bræðslunni á hádegi á morgun. Tilefnið er að miðasalan sé hafin auk þess sem kynnt rannsókn á samfélagslegum áhrifum Bræðslunnar sem gerð verður í sumar.

Ein rósin enn bættist í hnappagat Bræðslunnar fyrir viku þegar Pósturinn gaf út frímerki tileinkað hátíðinni. Bræðslan var ein fimm hátíða sem varlin var í útgáfu til heiðurs bæjarhátíðum á Íslandi.