Skip to main content

Busað í Verkmenntaskólanum: Myndir

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 02. sep 2011 22:26Uppfært 08. jan 2016 19:22

vabusun1.jpgÁ fimmta tug nýnema voru vígðir inn í Verkmenntaskóla Austurlands í busun í dag. Busarnir voru látnir leysa ýmsar þrautir í miðbæ Neskaupstaðar.

 

Busarnir byrjuðu á því að ganga frá Verkmenntaskólanum niður á plan Grunnskóla Norðfjarðar þar sem lagðar voru fyrir þær þrautir. Nemendur grunnskólans komu út og skemmtu sér furðuvel við að fylgjast með þrátt fyrir úrhellisrigningu og vind.

Þegar þeirri athöfn var lokið héldu allir niður á bryggju fyrir innan við Safnahúsið. Þar höfðu valdir nemendur Verkmenntaskólans sett upp og skipulagt þrautabraut með hinum ýmsu hindrunum. Nýnemarnir stóðust allir brautina og höfðu langflestir mjög gaman af.

Eftir brautina var svo haldið upp í sundlaug þar sem mönnum gafst tækifæri á að þurrka skítinn af sér og halda heim á leið.

vabusun2.jpgvabusun3.jpgvabusun4.jpgvabusun5.jpgvabusun6.jpgvabusun7.jpgvabusun8.jpgvabusun9.jpgvabusun91.jpgvabusun92.jpgvabusun93.jpgvabusun94.jpgvabusun96.jpgvabusun97.jpgvabusun98.jpg