Busað í Verkmenntaskólanum: Myndir
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 27. ágú 2012 22:38 • Uppfært 08. jan 2016 19:23
Tekið var á móti nýnemum í Verkmenntaskóla Austurlands á föstudaginn með busun. Austurfrétt var á staðnum og fylgdist með vígsluathöfninni.
Busunin fór vel fram í blíðskaparveðri og böðlarnir reyndu sitt besta til að niðurlægja busana. Þeir voru látnir ganga frá skólanum niður á bæjarbryggju og sungu þeir á leiðinni ásamt því að böðlarnir sprautuðu sósum og köstuðu eggjum í þá.
Þegar hópurinn var kominn að bryggjunni beið þeirra þrautabraut sem innihélt kör full af köldu vatni, fiskislori og mjólkurvörum sem komnar voru langt fram yfir síðasta söludag. Þrátt fyrir þennan viðbjóð virtust allir skemmta sér vel.












