Byssusýning í Sláturhúsinu hitti í mark
Alls um 300 manns mættu á byssusýningu Skotfélags Austurlands í Sláturhúsinu á Egilsstöðum.
Á sýningunni gaf á að líta um 150 skotvopn af öllum gerðum, vopnin komu víða að af Austurlandi. Sýningin var fjölbreytt, þar voru til sýnis vopn á öllum aldri fjölbreytt úrval af gömlum vopnum sem að mestu er hætt að nota í dag en ótal sögur eru tengdar.
Þarna var líka mikið af vopnum með ýmis sérkenni, svona safngripir. Síðan var mikið af nýlegum vopnum sem verið er að nota til veiða og markskyttirís í dag. Haglabyssur til fuglaveiða og urmull af rifflum sem notaðir eru til hreindýraveiða. Síðan sáust þarna markrifflar eins og þeir gerast bestir á landsvísu.
Vildarvinir
Austurfrétt birtir fréttir að austan alla virka daga, öllum aðgengilegar og reiðir sig á auglýsingatekjur og styrki frá lesendum sínum til að halda úti þjónustunni.
Hvers virði finnst þér að hafa aðgang að fréttaþjónustu á borð við þessa?
Smelltu hér ef þú vilt styrkja Austurfrétt.