„Dæmigerð saga af hinu íslenska fiskeldi“
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 13. sep 2016 10:55 • Uppfært 13. sep 2016 10:55
„Við ætluðum að fara í marhnútaeldi, veiddum marhnúta heilan dag og slepptum þeim í þró niður við bryggju,“ segir Kastljósstjarnan Helgi Seljan í þættinum Að austan á N4, en þar greinir Helgi frá uppvaxtarárum sínum á Reyðarfirði, ungliðapólitíkinni og háleitum framtíðardraumum.
„Svo komum við að þrónni um kvöldið eða morguninn eftir, en þá var hún tóm og enginn fiskur – en við höfðum þá ekki áttað okkur á því, stjarneðlisfræðingarnir sem við vorum, að þarna gætir flóðs og fjöru. Á þrónni voru stór göt og líklegast höfum við verið að veiða sama marhnútinn allan tímann. Segja má að þetta sé eiginlega dæmigert saga af hinum íslenska fiskeldi, þar sem verið er að bisa með einn fisk, sem alltaf sleppur,“ segir Helgi.
Helgi telur að ævistarfið hefði getað verið í höfn hefðu menn haft meiri trú á verkefninu. „Bjössi trukkur var búinn að segja okkur að það væri alveg hægt að éta marhnúta, en ég held að hann hafi nú bara verið að fíflast í okkur. Við höfðum sjálfir háleit markmið og ég er alveg sannfærður um að við hefðum getað orðið næstu Samherjafrændur ef þetta hefðu ekki bara hlegið þetta niður.“
Viðtalið við Helga í heild sinni má sjá hér.