Dansað fyrir foreldrana - Myndir
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 28. apr 2017 19:22 • Uppfært 28. apr 2017 19:25
Börnin á leikskólanum Tjarnarskógi á Egilsstöðum hafa undanfarna viku verið á dansnámskeiði hjá Alyona Perepelytsia.
Í dag var komið að lokadegi námskeiðsins. Eftir hádegið var foreldrum boðið í heimsókn í skólann og þeim sýndur afrakstur vikunnar. Austurfrétt var á danssýningunni á leikskólanum Skógarlandi sem hýsir eldri nemendurna.