Dansað gegn ofbeldi gegn konum

Dansað verður gegn ofbeldi á Seyðisfirði og í Neskaupstað á morgun undir nafninu „Milljarður rís“ sem er átak á vegum UN Women.


Í ár er dansinn sérstaklega tileinkaður konum á flótta sem leggja líf sitt að veði í leit að öruggari heimkynnum fyrir sig og börn sín. Aldrei hafa fleiri konur verið á flótta frá því við lok seinni heimstyrjaldar. Þær eru sérstaklega berskjaldaðar fyrir kynbundnu ofbeldi, mansali og kynlífsþrælkun.

Byltingin er haldin um allan heim og með samtakamætti lætur heimsbyggðin til sín taka. Yfir milljarður karlmanna, kvenna og barna kemur saman til að dansa fyrir réttlæti um allan heim , fyrir heimi þar sem allir fá að njóta sömu tækifæra, að því er segir í tilkynningu.

Um 500 þúsund konur og börn flýja nú heimalönd sín og leggja leið sína til Evrópu. Talið er að 12% kvenna sem ferðast yfir Miðjarðarhafið séu barnshafandi. Gríðarleg aukning hefur orðið á mæðradauða síðan flóttamannastraumurinn hófst.

Dansað er í fjórða sinn á Íslandi. Eins er skorað á vinnustaði, skóla og vinahópa til að mæta og taka þátt í byltingunni með dansinn að vopni.

Dansinn hefst klukkan 11:45 og verður annars vegar í Herðubreið á Seyðisfirði og hins vegar Íþróttahúsinu í Neskaupstað.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.