Dansverk heimsfrumsýnt í Sláturhúsinu á morgun
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 22. feb 2013 13:39 • Uppfært 08. jan 2016 19:23
Listahópurinn Foreign Mountain stendur fyrir heimsfrumsýningu á dans- og sviðslistaverkinu Organ orchestra í Sláturhúinu á Egilsstöðum annað kvöld.
Hópurinn er skipaður fjórum ungum konum sem fæddar eru í Skandinavíu og Eystrasalti, þeim Ásrúnu Magnúsdóttur (IS), Leu Vendelbo Petersen (DK), Lottu Suomi (FI) og Austeja Vilkaityte (LT).
Hópurinn miðar að því að nýta kunnáttu og þekkingu þeirra á sviðslistunum sem miðli til sköpunar á nútímadansi. Í febrúar hafa þær verið að vinna í Sláturhúsinu á Egilsstöðum á vegum verkefnisins Dans í óbyggðum "Wilderness dance prodject".
„Dans í óbyggðum“ er stærsta verkefnið sinnar tegundar sem hleypt hefur verið úr stokkunum á Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum. Verkefnið fer fram í fimm löndum á árunum 2013-2015. Hver sviðslistahópur um sig fer með verkefni sitt til tveggja landa á þessu tímabili en hóparnir voru valdir út frá möguleikum hvers verkefnis fyrir sig til að taka þátt í listrænni sköpun í tengslum við hvert samfélag.
Sýningin hefst klukkan 20:00. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. „Settu hendur upp í loft og hreyfðu þær eins og það skipti ekki máli“