Deep Purple show í Valaskjálf á laugardagskvöld: ,,Þetta verður ekta rokk og ról af gamla skólanum”

Deep Purple tribute bandið Purpendicular heldur tónleika í Valaskjálf á laugardagskvöld.

Hljómsveitin spilar á Græna hattinum á Akureyri annað kvöld og í Valaskjálf á laugardagskvöldið þar sem austfirska unglingahljómsveitin Murmur mun hita upp.

Deep Purple meðlimirnir Ian Paice, Roger Glover og Joe Lynn Turner hafa spilað og túrað með Purpendicular auk þess sem Steve Morse, Don Airey og Ian Paige hafa unnið með þeim við plötuupptökur. Halldór B. Warén staðarhaldari í Valaskjálf segir það mikinn gæðastimpil á sveitinni að meðlimir Deep Purple hafi komið fram með þeim. „Þetta er svona viðurkennt show, viðurkennt af upphaflegum stofnendum Deep Purple og það er mikill gæðastimipill.“

Halldór segir tónleikana hafa komið til með þeim hætti að hljómsveitin hafi verið á ferðalagi og sjálf haft samband við Hauk Tryggvason á Græna hattinum á Akureyri sem hafi komið þeim í samband við sig. ,,Þetta verður ekta rokk og ról af gamla skólanum” segir Halldór að lokum léttur.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.