Skip to main content

Diddú og Egill skemmtu viðskiptavinum Arion banka

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 15. maí 2012 20:32Uppfært 08. jan 2016 19:23

egill_olafs_arionegs_web.jpg
Arion banki og Einkaklúbburinn  buðu viðskiptavinum á tónleikaum í Egilsstaðakirkju í síðusut viku. Eftir að hafa hitað upp í útibúi Arion á Egilsstöðum fyrr um daginn, þar sem Diddú og Egill tóku nokkur lög, dönsuðu við viðskiptavini og slógu á létta strengi, var síðan fullt út úr dyrum á tónleikunum um kvöldið. 

Óhætt er að segja að þau Diddú og Egill hafi staðið sig með eindæmum vel og fjölbreytt lagavalið virtist falla vel í kramið hjá viðstöddum.

ariontonleikar_mai12_web.jpg
Starfsfólk Arion banka á Egilsstöðum bauð uppá heitt kakó og kleinur í hléinu og þrátt fyrir kulda og nokkur snjókorn, létu tónleikagestir sig ekki muna um að gæða sér á veitingunum utan dyra, áður en haldið var aftur inn í hlýjuna í kirkjunni.