Dorrit bar stólana
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 10. jún 2012 23:06 • Uppfært 08. jan 2016 19:23
Dorrit Moussaieff, forsetafrú, vakti mikla athygli í upphafi framboðsfundar forsetans Ólafs Ragnars Grímssonar á Egilsstöðum í kvöld þegar hún tók sig til og hjálpaði til við að raða stólum í salinn til að sem flestir gætu sest.
Þegar forsetahjónin gengu í salinn var setið í öllum sætunum í fundarsal Hótels Héraðs. Stóla vantaði því fyrir þá sem voru örlítið seinir.
Starfsfólk hótelsins kom með stólana í dyragættina en Dorrit sveif þá þangað og snaraði þeim einum af öðrum yfir í að hringborði í innsta horni salarins. Þegar allir voru sestir tók Ólafur Ragnar til máls.