Skip to main content

Drífandi ,,Í anda Vilhjálms Vilhjálmssonar"

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 21. mar 2010 22:54Uppfært 08. jan 2016 19:21

Karlakórinn Drífandi hélt tónleika í Egilsstaðakirkju fyrr í kvöld. Tónleikarnir voru í anda og helgaðir Vilhjámi heitnum Vilhjálmssyni söngvara og textaskáldi.

drifandi_vilhjalmur.jpgEgilstaðakirkja sem tekur milli 250 og 300 manns í sæti var full út úr dyrum og var gríðarleg ánægja með flutning kórsins á lögum sem Vilhjálmur hafði sungið.  Kórinn sem að jafnaði er skipaður um 30 körlum, flutti átta af lögum Vilhjálms, auk þess að syngja tvö í viðbót með tónleikagestum.

Sögumaður sem samdi og átti að flytja æviágrip Vilhjálms, Jóhann G. Gunnarsson, var gostepptur í höfuðborginni, þar sem ekki var flogið í dag, vegna gossins í Fimmvörðuhálsi. Það kom þó ekki að sök, Sigfús Guttormsson hljóp í skarðið fyrir Jóhann og las æviágripið sem var ítarlegt og fróðlegt og var kynnir á tónleikunum.

Séra Lára Oddsdóttir á Valþjófsstað sagði frá kynnum sínum af Vilhjálmi en þau voru skólasystkin öll menntaskólaárin við Menntaskólann á Akureyri og samstúdentar þaðan árið 1964.

Hljómsveit sem lek undir hjá kórnum var skipuð, Andrési Einarssyni á gítar, Áslaugu Sigurgestsdóttir á þverflautu, Óðni Gunnari Óðinssyni á bassa, Olgu Zuchowicz á selló, Pálma Stefánssyni á trommur, Teresu Zuchowicz á píanó og Zbigniew Zuchowicz á píanó og fiðlu og hann er jafnframt undirleikari kórsins.   Stjórnandi kórsins sem verður 10 ára á næsta ári, hefur frá upphafi verið Drífa Sigurðardóttir.