![](/images/stories/news/2016/Dróni_IL15.jpg)
Dróninn opnar nýja vinkla á viðfangsefnin
„Drónatökur opna á nýja vinkla á viðfangsefnin sem hægt er oft á tíðum að ná meiri dýpt í myndað úr lofti,“ segir Ingi Lár Vilbergsson, sjómaður og áhugaljósmyndari á Reyðarfirði.
Ljósmyndun með hjálp dróna hafa aukist mikið undanfarin misseri og er Ingi Lár einn af þeim sem hefur nýtt sér þá tækni. Ingi Lár segist hafa verið ljósmyndaáhugamaður í um tuttugu ár en að forgangsröðun áhugamála hafi hinsvegar ekki leyft áhuganum að njóta sín til fulls
Þarf ekki nokkuð mikla lagni við tökur sem þessar? „Í sjálfum sér ekki, fyrst og fremst að að vera tilbúinn að afskrifa drónann um ef hann krassar og kassinn opnast – en máltækið „allt sem fer upp kemur aftur niður“ á vel við og þeir fljúga ekki alltaf sem hugur manns.“
Ingi Lár hefur mestmegnis tekið myndir í sínum heimabæ og því nágrenni og segist ekki vera búinn að afgreiða þær slóðir. „Draumatökustaðurinn minn eru heimaslóðirnar hér á Reyðarfirði, þar sem endlaust er af áhugaverðum fossum, fjöllum og hinum ýmsum sérkennum sem náttúra og mannanna verk hafa upp á að bjóða,“ segir Ingi Lár eins og meðfylgjandi myndir sýna.