Dugnaðarforkar úr Hallormsstaðarskóla verðlaunaðir
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 25. maí 2011 09:46 • Uppfært 08. jan 2016 19:22
Þórólfur Sigjónsson og Guðný Vésteinsdóttir, foreldrar barna í Hallormsstaðarskóla, fengu Dugnaðarforkaverðlaun Heimilis og skóla sem afhent voru á aðalfundi samtakanna í Reykjavík í gær. Þórólfur og Guðný fá verðlaunin fyrir sjálfboðaliðastarf á tímum fjárskorts og öfluga og virka þátttöku í skólastarfinu.
Þórólfur þjálfaði til dæmis lið skólans í Skólahreysti sem náði athyglisverðum árangri þegar skólinn, sem hefur um 50 nemendur, vann Austurlandsriðilinn. Guðný hefur verið sérlega virk í íþróttastarfi á vegum UMF Þristar fyrir utan að baka fjölda skógarlumma sem börn og foreldrar á Hallormsstað hafa notið síðustu ár.