„Ég er svona hreppseign“

„Ég kem til þess að vera hérna, láta mér líða vel og umgangast fólkið,“ segir Stella Sveinsdóttir, sem dvelur í torfbæ sínum Lindarbakka á Borgarfirði eystri öll sumur. N4 heimsótti Stellu í sumar.


Elsti hluti hússins var byggður árið 1899 en það var svo endurbyggt að hluta fyrir nokkrum árum.

Stella lætur aldurinn ekki aftra sér, en þrátt fyrir að vera orðin 88 ára gömul missir hún hvorki úr sumardvöl eða þorrablót. „Það er nú með hjálp allra hérna, ég er svona hreppseign má segja, það er sama hvað ég bið um, ég fæ það,“ segir Stella.

Stella segir vini sína fyrir sunnan setja spurningamerki við vetrarbröltið á henni. „Það er nú 30 sinnum sem ég er búin að fara á þorrablót, þá bara kyndi ég hér upp og sef hjá músunum og svo geng ég hérna hús og húsi og skemmti mér.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.