Skip to main content

„Ég spái flottri og hörkuspennandi keppni í kvöld“

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 26. jan 2018 12:29Uppfært 26. jan 2018 12:31

„Mér líst mjög vel á atriðin í ár og ég held að sum þeirra gætu léttilega náð langt á söngvakeppni framhaldsskólanna,“ segir Bergsveinn Ás, formaður Tónlistarfélags Menntaskólans á Egilsstöðum, en Barkinn, söngkeppni Menntaskólans á Egilsstöðum, fer fram í Valaskjálf síðdegis í dag.


Bergsveinn segir Barkann vera stóran viðburð innan skólans. „Eftir söngvakeppnina er ball. Þátttaka keppenda hefur verið mismunandi eftir árum eins og gengur. Það er góð þátttaka í ár, en tíu atriði eru skráð til leiks með alls 14 keppendum og undir spilar sex manna hljómsveit í flestum lögunum. Barkinn er opin viðburður þar sem allir eru velkomnir, sama hvort þeir hafa einhver tengsl við keppendur eða ekki.

Í kvöld verður kosningin á þá leið að atkvæði áhorfenda gildi 50% á móti atvæðum dómnefndar. Ég spái flottri og hörkuspennandi keppni í kvöld sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.“