„Ég spái flottri og hörkuspennandi keppni í kvöld“

„Mér líst mjög vel á atriðin í ár og ég held að sum þeirra gætu léttilega náð langt á söngvakeppni framhaldsskólanna,“ segir Bergsveinn Ás, formaður Tónlistarfélags Menntaskólans á Egilsstöðum, en Barkinn, söngkeppni Menntaskólans á Egilsstöðum, fer fram í Valaskjálf síðdegis í dag.


Bergsveinn segir Barkann vera stóran viðburð innan skólans. „Eftir söngvakeppnina er ball. Þátttaka keppenda hefur verið mismunandi eftir árum eins og gengur. Það er góð þátttaka í ár, en tíu atriði eru skráð til leiks með alls 14 keppendum og undir spilar sex manna hljómsveit í flestum lögunum. Barkinn er opin viðburður þar sem allir eru velkomnir, sama hvort þeir hafa einhver tengsl við keppendur eða ekki.

Í kvöld verður kosningin á þá leið að atkvæði áhorfenda gildi 50% á móti atvæðum dómnefndar. Ég spái flottri og hörkuspennandi keppni í kvöld sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.