„Eiríkur Hauksson er samnefnari yfir rokk og ról“
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 05. maí 2017 09:27 • Uppfært 05. maí 2017 09:28
„Þeir eru að fara hringinn í öllum helstu tónleikahúsum landsins, Hörpu, Valaskjálf og Hofi,“ segir Halldór Warén, rekstrarstjóri Hótel Valaskjálf, en Dúndurfréttir ásamt Eiríki Haukssyni spila þar í kvöld.
„Það þekkja allir Dúndurfréttir og Eiríkur Hauksson er samnefnari yfir rokk og rók þannig að þessi blanda verður rosaleg. Það kemur níu manna hópur, tónlistarfólk og þeir sem sjá um ljós og hljóð. Svo verður meira að segja leynigestur sem ekki verður gefinn upp á þessari stundu, þannig að fólk má svo sannarlega fara að hlakka til,“ segir Halldór.
Halldór segir að sala á tónleikana hafi byrjað strax í haust og salurinn sé að verða þétt setinn. „Það verður þó seint uppselt hjá okkur og það eru einhverjir miðar eftir á Tix og svo seljum við þá síðustu í hurðinni í kvöld. Það er bara yndislegt að þessir gaurar nenni að koma við hérna í sveitinni, eru allir fagmenn fram í fingurgóma.“
Hér má fylgjast með viðburðinum á Facebook.